- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Þann 8. september verður sérhönnuð hvalarannsóknaskúta til sýnis almenningi í Reykjanesbæ, frá kl. 14 til 16. Hægt verður að hlusta á hljóð ólíkra hvalategunda og ræða við rannsóknarfólk um borð í skútunni. Skúta þessi nefnist Song of the whale og er að koma úr leiðangri milli Íslands og Grænlands. Búið er að koma fyrir í skútunni sérstökum búnaði til að nema hljóð steypireyða auk annarra sjávaradýra. Þeir sem gera sér ferð um borð fá að hlusta á þessi einstök hljóð og fræðast um rannsóknir sem eru á heimsmælikvarða - og eru framkvæmdar á Faxaflóasvæðinu.
Þetta rannsóknaverkefni er samstarf Háskóla Íslands og IFAW samtakanna og verða vísindamenn frá Háskólanum og samtökunum á svæðinu til að fræða fólk um þessar rannsóknir. Það væri gaman að sjá sem flesta bæjarbúa.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)