Ungar ballerínur í Bryn Ballett Akademíu.
Sú breyting hefur verið gerð að hvatagreiðslur á nýju ári verða greiddar út í fyrsta sinn þann 10. febrúar 2019. Hægt er að sækja um hvatagreiðslur fyrir börn og ungmenni 6 til 18 ára sem eru í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- eða listgreinastarfi.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt 28.000 króna hvatagreiðslur til foreldra 6-18 ára barna vegna kostnaðar við námskeið. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipulagt starf sé að ræða undir leiðsögn þjálfara, kennara eða leiðbeinanda.
Gjaldkerar íþrótta- og tómstundafélaga sendir staðfestingu til Reykjanesbæjar. Til að forðast álag yfir jól og áramót mun fyrsta greiðsla fara fram 10. febrúar 2019.
Sækja þarf rafrænt um hvatagreiðslur á Mitt Reykjanes, www.mittreykjanes.is. Með því að smella á þennan tengil opnast þjónustuvefurinn Mitt Reykjanes
Með því að smella á þennan tengil má lesa nánari upplýsingar um hvatagreiðslur Reykjanesbæjar.
Ef óskað er nánari upplýsinga má senda á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is