Frá afhendingu hvatningarverðlauna fræðsluráðs í Bíósal Duus Safnahúsa.
29.05.2017
Fréttir, Grunnskólar, Leikskólar
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00. Sautján tilnefningar bárust til ráðsins um áhugaverð skólaverkefni svo úr vöndu verður er að velja.
Fræðsluráð auglýsir ár hvert eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahóp og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Mörg áhugaverð verkefni eru í gangi í skólunum og margir kennarar að vinna göfugt og gott starf sem vert er að veita athygli. Lokað var fyrir tilnefningar 25. maí sl.