Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu.
Stjórnir Foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ standa fyrir áhugaverðum fyrirlestri um forvarnir eineltis í Íþróttaakademíunni við Krossmóa (fimleikahúsið) fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér vin.
Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu. Hún hefur áratuga reynslu af að vinna með börnum og foreldrum og er eftirsóttur fyrirlesari. Forvarnir eineltis eru henni hjartans mál og hefur hún haldið fræðsluerindi fyrir börn og foreldra víða um land.
Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 22:00.