Vinnustofa í Merkinesi vegna mannréttindastefnu

Opin vinnustofa vegna vinnu við mannréttindastefnu Reykjanesbæjar verður í Merkinesi, Stapanum þann 30. apríl nk. frá kl. 14:00-16:00.
 
Stefnan mun taka mið af Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem og stefnu og gildum sveitarfélagsins.
 
Öll sem hafa áhuga á mannréttindum í sveitarfélaginu eru hvött til að mæta og leggja sitt að mörkum við mótun stefnunnar.
 
Kaffi og veitingar verða í boði.

 

Skráðu þig á vinnustofuna hér