Jól í Reykjanesbæ

Jól í Reykjanesbæ
Jól í Reykjanesbæ

Jóladagskrá menningarsviðs 2011

Gömlu jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til sýnis í anddyri Duushúsa alla aðventuna. Unnið af Keflvíkingnum Kolbrúnu Guðjónsdóttur.

Ljósahús Reykjanesbæjar 2011

Auglýst er eftir tilnefningum um Ljósahús Reykjanesbæjar.  Tilnefningar má senda á ljosahus@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700 fyrir þriðjudaginn 6. desember. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 8. desember kl. 17.00 í Duushúsum.  Vegleg verðlaun.

Fimmtudaginn 1. desember kl 14:00

Upplestur úr nýjum bókum á Nesvöllum á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar.

Laugardagur 3. desember kl. 17:00

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi

Dagskrá:

  • Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
  • Barnakór Holtaskóla.
  • Ritari norska sendiráðsins Silje Arnekleiv afhendir jólatréð
  • Tendrun: Catarina Chainho da Costa nemandi úr Myllubakkaskóla.
  • Ávarp:  Magnea Guðmundsdóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Viðurkenningar frá Skessudögum í lok nóvember.
  • Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum.
  • Heitt kakó og piparkökur

Sunnudagur 4. desember kl. 14:00

Bókakonfekt

Í Listasal Duushúsa. Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Andri Thorsson, Sigurður Pálsson og Vigdís Grímsdóttir lesa úr nýjum bókum sínum. Kvartettinn Kóngarnir syngur nokkur lög.

Föstudaginn 6. janúar kl. 18:00

Þrettándagleði og álfabrenna

Dagskrá hefst með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði.

Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar.
Heitt kakó í boði Reykjanesbæjar.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátarnir, Björgunarsveitin Suðurnes og Léttsveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni.

Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Ath. Bílastæði eru við Ægisgötu og Tjarnargötu 12.

Hó hó hó, Jóli er mættur í Reykjanesbæ!!

Jóli - ilmandi jólahús í miðjum Reykjanesbæ, Hafnargötu 57, í göngugötunni við Icelandair Hotel í Keflavik. Jólamarkaður þar sem lögð verður áhersla á að kynna handverk, hönnun, myndlist, heimilisiðnað, mat og drykk. Kaffihúsið opið.  Sjá nánar á www.jóli.is.
Opið verður alla fimmtudaga og föstudaga frá kl: 17:00 til 21:00 – Laugardaga frá 13:00 til kl: 21:00 og sunnudaga frá kl 13:00 til 17:00 fram að jólum.