Jólin, jólin alls staðar! Það er af nægu af taka af viðburðum í desember sem flestir tengjast jólum á einn eða annan hátt.
Aðventugarðurinn, sem íbúar tóku opnun örmum í fyrra, verður opinn allar helgar í desember og á Þorláksmessu og þar verða ýmsar skemmtilegar uppákomur auk þess sem hægt verður að gera góð kaup í sölukofunum. Þá fer leikurinn Best skreytta hús og gata Reykjanesbæjar í gang á vefsíðunni Betri Reykjanesbær og eru íbúar hvattir til að taka virkan þátt í honum.
Allir ættu að líta við í jólastofunni í Duus Safnahúsum en þar er hægt að eiga notalega föndurstundir, taka fallegar myndir, taka þátt í ratleik og fræðast um stórmerkilegar jólatrésskemmtanir sem Duus fjölskyldan hélt fyrir íbúa fyrir 100 árum síðan. Í Listasafninu er glæný einkar athyglisverð sýning í tveimur sölum sem fjallar um fjallar um flótta og tilfærslur þjóða í heiminum. Í Bókasafninu getur fólk pakkað inn jólagjöfunum á umhverfisvænan hátt og tekið þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og skoðað sýninguna Smá-brot um tónlist og útgáfu á Suðurnesjum. Í Hljómahöll mun Ari Eldjárn kitla hláturtaugar gesta og viðburðaárinu lýkur svo með hinum árlegu áramótatónleikar hljómsveitarinnar Valdimar enginn ætti að missa af.
Þeir sem vilja fylgjast með menningar- og viðburðadagskrá Reykjanesbæjar geta skráð sig á sérstakan póstlista og fá þá mánaðarlega senda dagskrána í tölvupósti en það er mjög góð leið til að hafa á einum stað yfirlit yfir þá viðburði sem íbúum stendur til boða á vegum Reykjanesbæjar.
Öll viðburðardagskráin
Í hverjum mánuði fer fram fjöldinn allur af alls konar skemmtilegum viðburðum á vegum menningarhúsanna í Reykjanesbæ. Þannig eru yfir 20 viðburðir í boði fyrir íbúa og gesti bara núna í október. Væri ekki snjallt að geta nálgast upplýsingar um þá alla á einum stað?
Það er nú hægt á mjög einfaldan hátt með því að gerast áskrifendur að rafrænni viðburðadagskrá sem send er með tölvupósti einu sinni í mánuði. Þá er alltaf hægt að fara í póstinn og skoða hvað er í gangi hverju sinni en ekki ástæða til að leita að upplýsingum hjá hverjum og einum fyrir sig.
Er þetta nokkur spurning? Skráðu þig hér til að fá upplýsingar um alla helstu viðburði í hverjum mánuði.
SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA