Fræðslufundur með Jóni Jónssyni tónlistarmanni og hagfræðingi fyrir ungt fólk verður í Stapanum þriðjudaginn 26. janúar kl. 19:30. Á fundinum mun Jón fræða unglinga á aldrinum 12 til 16 ára um peninga á skemmtilegan hátt.
Ungt fólk þyrstir í fræðslu um fjármál. Það kom glögg fram á fundi ungmennaráðs Reykjanesbæjar með bæjarstjórn Reykjanesbæjar á 488. fundi stjórnarinnar 17. nóvember sl. Fundurinn er m.a. svar við því kalli.
Jón Jónsson er þekktur fyrir fræðsluerindi sín fyrir ungt fólk og verður enginn svikinn af þessum fundi í Stapa. Viðburðurinn er styrktur af Arion banka og þarf að skrá sig á fundinn hér. Allir eru velkomnir á fundinn sem er þátttakendum að kostnaðarlausu.