Samstarfsverkefnið Velferðarnet Suðurnesja hefur vakið athygli út fyrir landssteinana og er nú tilnefnt til Evrópuverðlauna.
Kosning milli verkefna stendur yfir til 4. nóvember og hvetjum við alla til að kjósa á vef samtakanna. Velferðarnetið heitir á ensku CONET: Collaborative Network of Welfare og má finna það undir flokknum „Collaborative Practice“.
Kosið er í sex flokkum og er öllum frjálst að kjósa í eins mörgum flokkum og þau vilja en nóg er að kjósa í einum flokki. Svo þarf að setja nafn og netfang og þá KJÓSA.
Hvert atkvæði skiptir máli. Allir íbúar Suðurnesja og víðar eru hvattir til þess að styðja við verkefnið með því að kjósa. Hægt er að finna allt um Velferðarnetið inni á velferdarnet.is.
Velferðarnet Suðurnesja er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnana sem allar eru í beinni þjónustu við íbúa á Suðurnesjum, þ.e. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lögreglunnar, Sýslumanns og Vinnumálastofnunar.
Með Velferðarnetinu er unnið markvisst að auknum lífsgæðum íbúa í formi virkni í vellíðanar. Tækifæri til félagslegrar þátttöku eru aukin með bættu aðgengi að opinberri velferðarþjónustu.