Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt standa á fjórða tug samtaka fyrir kvennaverkfalli þann 24. október næst komandi. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður störf. Meginmarkmið verkfallsins er að hefðbundin kvennastörf séu metin að verðleikum, kerfisbundnum launamisrétti verði útrýmt sem og kynbundnu ofbeldi.
Hlutfall kvenna sem starfa hjá Reykjanesbæ er ríflega 70% og tekur sveitarfélagið undir mikilvægi þess að störf þeirra séu metin að verðleikum og hefur Reykjanesbær innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun til að tryggja að svo sé. Hefur Reykjanesbær hvatt til þess að leitað verði allra leiða til að gera konum og kvárum kleift að leggja niður störf þann 24. október n.k. og skapa eftir bestu getu aðstæður til þess, til dæmis með breytingu á mönnunarskipulagi.
Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá á kvennafrídaginn.
Viðbúið er að ákveðin þjónusta verði skert vegna þessa dags og biðjum við íbúa að sýna því skilning.
Í meðfylgjandi skjali er hægt að skoða áhrif á þjónustu sveitarfélagsins: Þjónusta starfseininga
- Barnavernd - í neyðartilvikum skal hringja í 112.