Mynd úr kynningarefni verkefnisins.
Tveir kynningarfundir um áframhald verkefnis Dr. Janusar Guðlaugssonar „Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ verða haldnir 4. janúar nk. að Nesvöllum. Nýjum þátttakendum er boðið að verkefninu og fyrri þátttakendum boðin áframhaldandi þátttaka.
Tímasetning fundanna er sem hér segir:
- Klukkan 17:00: Fyrir þátttakendur sem hafa þegar tekið þátt í verkefninu á árinu 2017 og vilja halda áfram.
- Klukkan 19:30: Fyrir nýja þátttakendur sem hafa áhuga á að bætast í hópinn og taka þátt á árinu 2018.
Reynsla af verkefninu hefur verið mjög góð og þátttakendur náð góðum árangri í heilsueflingu sinni.
Hér má lesa nánar um verkefnið.