Góð þátttaka hefur verið í lýðheilsugöngum sem hafa farið fram í júní og fer síðasta gangan fram þriðjudaginn 5. júlí þar sem gengið verður um svæðið í kringum Leiruna.
Leiðsögumaður er Rannveig Lilja Garðarsdóttir en gestaleiðsögumaður í göngunni verður Hörður Gíslason Suðurnesjamaður sem á góðar bernskuminningar frá Leirunni og hefur átt sterk tengsl við þennan gamla þéttbýlisstað. Ekið verður að golfskálanum í Leiru gengið þaðan að Stóra Hólmi og þaðan með ströndinni og meðfram veginum til baka. Leiran var fjölmennasta þéttbýlið á utanverðum Reykjanesskaga á 19. öld það var búið þar langt fram á 20.öldina. Sagt verður frá gamla skólanum, vörunum, gömlu byggðinni og blómlegu mannlífinu o.fl. í Leiru. Gangan er um 1-2 klst eftir veðri og aðstæðum og er öllum að kostnaðarlausu.
Mæting er aftan við Ráðhús Reykjanesbæjar kl 18.30 þar sem sameinast verður í bíla og ekið að upphafspunkti.