- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær brást vel við tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands sem hvöttu sveitarfélög til að styðja við átak fjölgun leikskólakennara. Í því skyni býður bærinn upp á sveigjanleika til að starfsmenn í leikskólum bæjarins geti stundað leikskólakennaranámið með vinnu.
Á dögunum kallaði fræðslusvið Reykjanesbæjar saman þá starfsmenn í leikskólum Reykjanesbæjar sem stundað hafa nám í leikskólakennarafræðum og einnig þá sem voru að byrja sl. haust. Að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa hafa fáir útskrifast héðan af svæðinu á undanförnum árum og því sé það einkar ánægjulegt hversu námshópurinn er stór.
Frá Reykjanesbæ fylgja bestu óskir til leikskólakennaranemana um gott gengi í náminu.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)