Móðurmálskennsla fyrir tvítyngd börn á Suðurnesjum hefst í Myllubakkaskóla laugardaginn 6. febrúar á vegum samtakanna Móðurmál með aðstoð Reykjanesbæjar. Meðal tungumála sem kennd verða er arabíska, enska, filippseyska, litháíska, persneska, pólska og þýska. Á Suðurnesjum búa hlutfallslega flestir innflytjendur á Íslandi, auk Vestfjarða.
Samtökin Móðurmál hafa staðið fyrir móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn í Reykjavík í rúm 20 ár en frá og með 6. febrúar mun þessi þjónusta standa börnum á Suðurnesjum til boða. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem standa vel að vígi í sínu eigin móðurmáli gengur betur að læra önnur tungumál. Að efla tungumálafærni þeirra skiptir því höfuðmáli við eflingu íslenskunámsins.
Skipuleggjendur kennslunnar í Reykjanesbæ eru Kriselle Lou og Jurgita Milleriene sem hafa með sér góðan hóp fólks með ólík móðurmál. Allir vinna störf sín sem sjálfboðaliðar. Að sögn Kristelle og Jurgita hafa mörg barnanna sem búsettur eru á Suðurnesjum sótt kennslu til Reykjavíkur og því sé mikil hagkvæmni að bjóða upp á móðurmálsnám nær heimabyggð. Kennt verður alla laugardaga milli kl. 10:00 og 14:00.
Nánari upplýsingar og skráning er á www.modurmal.com.
Ljósmynd: Víkurfréttir
Mother tongue classes in Reykjanesbær
The Association on Bilingualism, “Móðurmál” has offered mother tongue classes in Reykjavík, but now we are organizing the classes in Suðurnes. The main purpose of the classes is to promote ‘active or balanced bilingualism’ through teaching bilingual children their mother tongue. Several research has shown that among the benefits of mother tongue teaching is bilingual children’s improved linguistic abilities which would positively influence their Icelandic studies.
The Educational Office of Reykjanesbær offered to support this project by providing us housing. The classes will be on Saturdays between 10 AM – 2 PM and will begin on February 6, at Myllubakkaskóli.
For additional information, please send us a message in your language and we will reply as soon as possible: modurmal@modurmal.com