Í sumar ætlum við hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar að nýta okkur tæknina og er vinnuskólinn meðal annars búin að opna upplýsingasíðu og hvetjum við alla nemendur og foreldra til að fylgjast með á vefsíðu og Facebook til að auka enn frekar á upplýsingaflæðið og ætlum í sumar að nýta þessar síður m.a. til að birta skemmtilegar myndir frá vinnuskólanum í samvinnu við nemendur.
Vikuna 24.-28. mars munum við kynna vinnuskólann í grunnskólum Reykjanesbæjar og í kjölfarið munum við opna fyrir umsóknir nemenda, eða þann 4. apríl. Við ætlum að opna snemma fyrir umsóknir nemenda til að mæta óskum foreldra, sem margir eru byrjaðir að skipuleggja sumarið fyrir fjölskylduna.
Búið er að opna fyrir umsóknir í sumarstörf garðyrkjudeildar og vinnuskóla, þann 13.mars. Við erum að leita að flokkstjórum, yfirflokkstjórum og starfsmönnum í garðyrkjudeild. Hægt er að finna umsóknir undir laus störf á www.reykjanesbaer.is
Minnum á að allar eldri umsóknir þarf að endurnýja.