Svona er staðan á framkvæmdum á afgreiðslusal Sundmiðstöðvar. Búið að rífa afgreiðslu og fjarlægja gólfefni.
Nú standa yfir framkvæmdir í afgreiðslusal Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar. Verið er að gera nýja afgreiðslu og nýja aðstöðu fyrir starfsmenn. Auk þess er verið að skipta um gólfefni.
Verkið hófs mánudaginn 3. september sl og er áætlað að því verði lokið 31. október nk. Sundmiðstöðin verður opin á framkvæmdatímanum eins og hægt er. Loka hefur þurft í þrjá daga. Ef til lokunnar kemur verður látið vita af því á samfélagsmiðlum og er fólk beðið um að fylgjast vel með á Facebook reikningi Vatnaveraldar.
Afgreiðslan er teiknuð af THG og aðalverktaki er TSA.
Með því að smella á þennan tengil opnast Facebook reikningur Vatnaveraldar