Mannréttindastefna Reykjanesbæjar 2024
Á bæjarstjórnarfundi þann 17. desember var ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar samþykkt. Stefnan miðar að því að tryggja að allir íbúar njóti mannréttinda, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.
Stefnan var þróuð í samstarfi við fjölbreyttan hóp íbúa sveitarfélagsins á opnum vinnufundi í Hljómahöll í apríl 2024. Leiðarljós hennar eru afrakstur þess samstarfs og byggja á fjórum lykilþáttum: Orðræðu, Aðgengi, Fjölbreytni og Virkni.
Hægt er að nálgast stefnuna hér