Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar, 31. júlí 2014, var samþykkt að ráða Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra út kjörtímabilið og mun hann hefja störf 1. september nk.
Kjartan Már Kjartansson er rekstrarhagfræðingur MBA frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hefur sl. 6 ár starfað sem framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi. Kjartan Már, sem einnig er menntaður fiðluleikari og kennari, starfaði í 18 ár sem skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík en eftir það í ýmsum stjórnunarstörfum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Icelandair Ground Service, LazyTown og Samkaupum hf.
Kjartan var varamaður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá 1994-1998 og aðalmaður í 8 ár; frá 1998-2006. Hann hefur setið í fjölda nefnda og ráða á vegum Reykjanesbæjar og er núverandi stjórnarformaður Hljómahallar og Rokksafns Íslands.Kjartan Már er ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli í dag.
Hann er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair og
eiga þau 3 börn og 2 barnabörn.