Óskað er eftir öflugu fyrirtæki til samstarfs við frágang í Leikskólanum Drekadal

Reykjanesbær eignaumsjón óskar eftir iðnaðarmönnum/verktökum til frágangs í leikskólanum Drekadal

Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum iðnaðarmönnum og verktökum til að ljúka frágangi bæði innanhúss og utanhúss í leikskólanum Drekadal.

Verkið felur í störf í:

  • Húsasmíði: Húsasmíðameistari / Verktaki í húsasmíði.
  • Málun: Málaraverktaki / verktaki í málun.

Verktakar taka við framkvæmdum eins og staðan er í dag og ljúka við þrjár deildir af sex, þ.e. deildir 4, 5 og 6.

Skoðun á verkstað:
Áhugasamir verktakar eru hvattir til að mæta í kynningu á verkstað þann 9. janúar 2025, kl. 10:00.
Til að staðfesta mætingu skal senda skilaboð á netfangið Hreinn.a.kristinsson@reykjanesbaer.is.

Kröfur til verktaka:

  • Verktaki þarf að sýna fram á skuldleysi gagnvart opinberum gjöldum.
  • Verktaki þarf að sýna fram á nægan mannafla til að sinna verkinu.
  • Verktaki þarf að hafa reynslu af framkvæmdum á opinberum byggingum.
  • Verktaki skal vera löggiltur meistari í viðkomandi iðngrein.

Gagnaöflun:
Verktakar skulu senda eftirfarandi gögn í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar 2025:

  1. Húsasmíði:
    • Tímagjald fyrir faglærða starfsmenn:
      • Meistara
      • Sveina
      • Nema
      • Verkafólk
    • Álagning á efniskaup
    • Verkfæragjald
    • Akstursgjald
  2. Málun:
    • Tímagjald fyrir faglærða starfsmenn:
      • Meistara
      • Sveina
      • Nema
      • Verkafólk
    • Einingarverð í spörslun (pr. m²):
      • Veggir
      • Loft
    • Einingarverð í málun (pr. m²), með inn- og úthornum og öðrum nauðsynlegum frágangi:
      • Veggir
      • Loft

Við hvetjum áhugasama til að sækja um og leggja fram umbeðin gögn tímanlega.