PMTO foreldranámskeið fyrir þá sem vilja efla uppeldisfærni sína

Hamingjusamir foreldrar sem bera hag barnsins fyrir brjósti. Mynd: Úr myndagrunni á vef með leyfi t…
Hamingjusamir foreldrar sem bera hag barnsins fyrir brjósti. Mynd: Úr myndagrunni á vef með leyfi til birtingar

Velferðarsvið Reykjanesbæjar stendur fyrir PMTO foreldranámskeiði fyrir foreldra 4 til 8 ára barna sem vilja efla uppeldisfærni sínar.  Námskeiðið er haldið í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 og hefst þriðjudaginn 20. febrúar 2018. Námskeiðið er í 8 skipti og  stendur frá kl. 19:00 til 21:00. Námskeiðslok eru 11.apríl.

PMTO námskeið er fyrir foreldra sem vilja læra aðferðir til að draga úr hættu á hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun með því að:

▪ nota skýr fyrirmæli
▪ hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
▪ nota jákvæða samveru og afskipti
▪ rjúfa vítahring í samskiptum
▪ vinna með tilfinningar og samskipti
▪ hafa markvisst eftirlit
▪ leysa ágreining
▪ auka markviss tengsl heimilis og skóla

Leiðbeinendur eru Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur og PMTO meðferðaraðili og Thelma Björk Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili.
Þátttökugjald er 10.000 kr. fyrir báða foreldra, 8.000 kr. fyrir einstakling. Hámarksfjöldi þátttakanda 20.

Nánari upplýsinga og skráning á netfangið PMTO@reykjanesbaer.is.