Rafmagnslaust verður á neðangreindu svæði aðfaranótt 25. okt Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 23:00 að kvöldi 24. okt og að rafmagn verði komið á að nýju eigi síðar en kl. 06:00 að morgni 25. okt. Þetta rafmagnsleysi er tilkomið vegna vinnu við breytingar á háspennudreifikerfi.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlýst.
Eigendur fasteigna á þessu svæði sem skráð hafa símanúmerin sín inn á mínar síður hjá HS veitum munu fá senda tilkynningu um straumleysið með SMS skilaboðum eftir atvikum.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá svæðið sem verður án rafmagns á ofangreindum tíma:
Í tengslum við ofangreint rafmagnsleysi þá munu íbúar í Innri Njarðvík verða varir við truflun á afhendingu á rafmagni tvívegis á framangreindum tíma og munu þessar truflanir vara í stutta stund og vera í formi stutts rafmagnsleysis cirka 5mín í hvort skipti.