Lið Reykjanesbæjar er skipað þeim Grétari Þór, Baldri og Guðrúnu Ösp.
Lið Reykjanesbæjar mætir liði Reykjavíkur í 8 liða úrslitum í Útsvari á föstudagskvöld kl. 20. Þetta er í annað sinn á þessum vetri sem liðin mætast en Reykjanesbær sló Reykjavík út í fyrstu umferð þáttarins í október með 87 stigum gegn 60.
Í febrúar var Fjarðabyggð, sem hafði 6 stiga forystu fyrir lokaspurningarnar, „tekin með tannþræði“ 75 – 61. Viðureignin var sérlega skemmtileg, eða það fannst í það minnsta spyrlinum, Sigmar Guðmundssyni, sem skemmti áhorfendum með óstöðvandi hláturskasti.
Við hvetjum Baldur, Grétar og Guðrúnu til dáða nú sem endranær og eigum von á og æsispennandi viðureign og auðvitað góðri skemmtun með slatta af hlátri. Spyrjið bara Sigmar.
Áfram Reykjanesbær!