Útsvarsliðið í sjónvarpssal fyrir viðureignina við Hálendið. Frá vinstri, Kristján Jóhannsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
05.12.2018
Fréttir, Menning
Eftir sigur á Hálendinu undir lok október komst lið Reykjanesbæjar áfram í aðra umferð Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaga á RUV. Sú viðureign fer fram föstudaginn 7. desember og munu lið Reykjanesbæjar og Ísafjarðarbæjar þá mætast í sjónvarpssal. Útsending hefst kl. 20:10.
Áhugasömum gefst kostur á að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Þá þarf að vera mættur í útvarpshúsið í Efstaleiti hálfri klukkustund fyrir útsendingu.