Lið Reykjanesbæjar er skipað Grétar Þór, Baldri og Guðrúnu Ösp.
Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hefur nú hafið göngu sína á nýjan leik. Einum þætti er lokið þar sem Hafnarfjörður hafði betur á móti Árborg. Á föstudagskvöld kl. 20 mætir hið frækna lið Reykjanesbæjar til leiks og keppir við lið Seltjarnarness.
Lið Reykjanesbæjar er óbreytt frá síðasta vetri og er skipað þeim Baldri Guðmundssyni, Grétari Þór Sigurðssyni og Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur sem komust alla leið í 8 liða úrslit í vor þar sem þau töpuðu fyrir liði Reykjavíkur, eftir að hafa sigrað þau fyrr á keppnistímabilinu. Lið Seltjarnarness komst í undanúrslit í síðustu keppni þar sem þau töpuðu og einnig fyrir Reykjavík.
Það má því eiga von á hörkukeppni þegar þessi tvö lið mætast og hvernig sem fer þá getum við treyst á góða kvöldskemmtun, þar sem aðalsmerki liðs Reykjanesbæjar er auðvitað hversu skemmtilegt það er.
Áfram Reykjanesbær!