Reykjanesbær slapp vel undan veðurofsanum

Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum slapp Reykjanesbær vel undan veðurofsanum í gærkvöldi og nótt. Einhverjar skemmdir urðu þó á húsum neðarlega við Hafnargötu og þurftu björgunarsveitarmenn að hreinsa plötur sem fuku af húsum. Verið er að kanna skemmdirnar.

Reykjanesbrautin var opnuð á ný kl. 01 í nótt og þá var veður að mestu gengið niður, að sögn lögreglu. Íbúar voru litið á ferð samkvæmt tilmælum en veðrið var verst milli 21 og 24 í gærkvöldi. 

Leið 55 milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar gengur eðlilega í dag, samkvæmt upplýsingum á straeto.is og strætó innanbæjar í Reykjanesbæjar eru einnig á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá SBK.

Skólahald í Reykjanesbæ er allt með eðlilegum hætti í dag.