Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag samhljóða eftifarandi yfirlýsingu:
„Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í „frumvarpi“ SÁÁ undir heitinu „Betra líf“, og veitir því fullan stuðning. Markmið frumvarpsins er að gerbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnasýki er sá sjúkdómur sem hefur mest áhrif á flestar fjölskyldur á Íslandi. Mikilvægt er að endurheimta ómæld verðmæti sem í þeim einstaklingum búa sem enn þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans mun það hafa margföld jákvæð áhrif á líf alls almennings.
Mikilvægt er að sveitarfélög og ríki taki höndum saman með SÁÁ um vinnu að þessum málum. Fjármunir til þessa verkefnis eru til í gegnum áfengisgjald sem þegar er innheimt.“
F.h. Reykjanesbæjar
Árni Sigfússon bæjarstjóri