Reykjanesbraut milli Grænásvegar og Þjóðbrautar malbikuð

Kaflinn sem um ræðir er 1.120 kílómetra langur. Lokað verður fyrir umferð á annarri akreininni hvor…
Kaflinn sem um ræðir er 1.120 kílómetra langur. Lokað verður fyrir umferð á annarri akreininni hvorn daginn en hjáleið verður um Reykjanesbæ eins og sýnt er á mynd.

Miðvikudaginn 24. júlí milli og fimmtudaginn 25. júlí kl. 8:00 og 20:00 verður unnið að malbikunarframkvæmdum á Reykjanesbraut, milli Grænásvegar og Þjóðbrautar. Vinstri akrein og öxl verða malbikuð á miðvikudeginum en sú hægri á fimmtudeginum

Akreinunum verður lokað og þrengt að umferð. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp framkvæmdadagana tvo.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á og við framkvæmdasvæði.

Lokanir og þrengingar miðvikudagurinn 24. júlí:

Hér má sjá lokanir og þrengingar vegna framkvæmdanna miðvikudaginn 24. júlí

 

Hér sést lokun á vinstri akrein, þrengingar og hraðatakmarkanir

Lokanir og þrengingar fimmtudaginn 25. júlí:

Hér má sjá lokanir og þrengingar vegna framkvæmdanna fimmtudaginn 25. júlí

Hér sést lokun á hægri akrein, þrengingar og hraðatakmarkanir