Frá framkvæmdum á Smáratúni.
Búið að setja rúmlega 100 milljónir í malbikunarframkvæmdir í sumar og þá er Smáratún ekki með talið. Smáratún hefur algjörlega gengið í endurnýjun lífdaga í sumar, í samstarfi við HS Veitur. Allt burðarefni verður endurnýjað, allar lagnir sem og yfirborð götu. Þær framkvæmdir standa enn.
Þær götur sem hafa fengið nýtt malbiksyfirlag í Reykjanesbæ eru:
- Veturgata, frá Túngötu að Heiðarbraut
- Hringbraut, frá Aðalgötu að Skólavegi og frá gatnamótum við þjóðbraut
- Tjarnargata frá Kirkjuvegi að Hringbraut
- Vallarbraut, að leikskólanum Hjallatúni
- Fitjabraut, frá Sjávargötu að Fitjabraut 30
- Njarðarbraut, frá Bergási fram yfir gatnamót við Stekk
Þá hafa umtalsverðar endurbætur verið gerðar á malbiksyfirlagi Reykjanesbrautar í umsjón Vegagerðarinnar.