Frá undirskrift í morgun, f.v. Gunnar Páll Viðarsson verkefnastjóri hjá ÍAV, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV og Kristján Arinbjarnar framkvæmdastjóri tækni og þjónustu hjá ÍAV.
Í dag undirrituðu Reykjanesbær og verktakafyrirtækið IAV verksamning á verkinu „Flugvellir – gatnahönnun og lagnir“. Verkið er fólgið i gerð nýrra gatna við Flugvelli í Reykjanesbæ, þ.e.a.s. uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingum í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, lagningu lagna vegna götulýsingar, reisingu ljósastaura, útlagningu jöfnunarlags undir malbik, malbikun og tengingu lagna við núverandi lagnir. Verkið hefst í byrjun apríl nk. og á að vera lokið í ágúst 2017.
Nær öllum lóðum við Flugvelli hefur verið úthlutað og því líklegt að byggingaframkvæmdir hefjist í sumar.
Útboðið var auglýst í byrjun þessa mánaðar og átti að skila tilboðum fyrir kl. 11:00 þann 21. mars sl.