Sex ungmenna minnst í nýjum minningarlundi

Frá vígslu minningarlundar.
Frá vígslu minningarlundar.

Á Sumardaginn fyrsta var minningarlundur um ungt fólk vígður. Lundurinn er staðsettur í Ungmennagarði  við 88 húsið. 

Erla Guðmundsdóttir prestur sagði m.a. við vígsluna hve mikilvægt það væri að minnast þeirra sem ekki eru à meðal oss lengur og hve mikilvægt væri að taka à móti sumrinu með hlýju í hjarta. Hún sagðist  þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari fallegu athöfn. 

Fjórir skátar frá skátafélaginu Heiðabúum stóðu heiðursvörð í lundinum með íslenska fána og settu hátíðlegan svip á athöfnina.
Áður en formleg vígsla minningarlundarins fór fram flutti  dúettinn Heiður sàlminn Kveðju eftir Bubba Morthens og kennarar Tónlistaskóla Reykjanesbæjar  frumfluttu sàlm eftir Indriða Jósafatsson sem hann samdi til minningar um 15 àra dreng sem lést í bílslysi. Ávörp fluttu Árni Sigfússon bæjarstjóri og Thelma Rún Matthíasdóttir frà Ungmennaràði.

Sóley Þrastardóttir og Viðar Pàll Traustason fulltrúar í Ungmennaráði afhjúpuðu stein sem búið er að setja á myndir og nöfn þeirra sem minnst var.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar  og Ungmennaráð vilja  koma sérstökum þökkum til foreldra sem samþykktu að útbúa plattana og làta þessa hugmynd verða að veruleika.  Mikill fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina. Foreldrum þeirra sex ungmenna sem nú var minnst var boðið að vera viðstaddir og voru þeir jafnframt hvattir til að taka með sér nánustu aðstandendur og vini hinna látnu.

Næsta minningarstund verður haldin í september.

Ef foreldrar  vilja minnast barna sinna sem voru à aldrinum 13 til 25 àra er þau létust og voru frà Reykjanesbæ og vilja taka þàtt í þessu verkefni,  þà er hægt að senda upplýsingar à netfangið it@rnb.is.  Nánari upplýsingar um minningarlundinn er einnig hægt að fá hjá Hafþóri B. Birgissyni í síma 898-1394.