Reykjanesbær býður upp á stórskemmtilegan fjölskylduratleik í vetrarfríi grunnskólanna 17. – 20. október sem spilaður er með Ratleikjaappinu.
Í leiknum er farið á milli safnanna í bænum og nokkurra annarra staða þar sem leystar verða stórskemmtilegar þrautir og stjörnum safnað um leið. Leikurinn teygir sig frá Duus Safnahúsum til Hljómahallar og krefst þess að farið sé inn á söfnin en þau eru opin frá kl 12-17 alla daga. Bókasafnið er lokað á sunnudögum en þá verða þrautirnar birtar í glugga safnsins við Tjarnargötu. Ýmsir ferðamátar koma til greina og hægt er að ganga, skokka, hjóla, taka strætó eða aka á milli staða.
Aðferðin er einföld. Það þarf aðeins að vera með snjallsíma eða spjaldtölvu til þess að taka þátt ásamt því að sækja snjallforritið Ratleikja appið.
Til þess að finna ratleikja stoppin og vinna stjörnu, þarf að smella á hnappinn ,,að byrja leitina“. Um leið og smellt er á hnappinn opnast myndavél í símanum þar sem þú skannar með símanum yfir svæðið þar sem þig grunar að rétta stoppið sé. Ef þú hefur valið rétt svæði, birtist stjarna og til að halda áfram á næsta stopp þarf að smella á stjörnuna.
Leikurinn hleður ekki niður neinum upplýsingum um notendur en til að geta spilað leikinn þarf að gefa appinu aðgang að staðsetningu (location) og myndavél símtækisins.
Leikurinn er aðgengilegur fyrir Android og Apple í appinu RATLEIKJA APPINU á þessari slóð:
Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessari skemmtun og skapa góðar minningar. Allir sem ljúka leik fá lítil þátttökuverðlaun auk þess sem hægt er að skrá sig í pott á endastöð þar sem einhverjir munu detta í lukkupottinn og fá bíómiða í aukaverðlaun.
Verið ávallt vör um ykkur í umhverfinu og munið að líta upp frá símanum.
Góða skemmtun, gætum að eigin sóttvörnum og munum að við erum öll almannavarnir!