Skert þjónusta föstudaginn 26. maí

Föstudaginn 26. maí verður skert þjónusta á eftirfarandi stöðum vegna endurmenntunar starfsfólks:

Þjónustuver í Ráðhúsi. Óbreyttur opnunartími.
Bókasafn Reykjanesbæjar. Óbreyttur opnunartími.
Duus Safnahús. Lokað.

Við biðjum alla sem geta að hafa samband eftir 26. maí til að draga úr álagi. Fyrirspurnir og erindi má senda á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Við vonum að þetta mæti skilningi hjá íbúum og valdi sem minnstum óþægindum.