Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar færðu skólanum bókagjafir í tilefni viðurkenningarinnar. F.v. Helgi, Katrín Lilja Hraunfjörð aðstoðarleikskólastjóri, Ingibjörg Bryndís, Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólakennari og Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri.
Heilsuleikskólinn Skógarás á Ásbrú fékk nýverið verðlaun fyrir besta eTwinning verkefni síðasta skólaárs. Það er Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, sem hefur umsjón með styrkveitingum til eTwinning verkefna og veitti starfsfólki leikskólans verðlaunin. Að auki gerði Rannís stutt myndband um verkefnið sem aðgengi er að í þessari frétt.
Verkefnið „The Little Ecologist" er hluti af Erasmus+ verkefni Skógaráss sem ber heitið „Eco Tweet“. Um er að ræða umhverfisverndarverkefni þar sem nemendur skólans læra um leiðir til þess að gæta að umhverfinu og taka ákvarðanir þar af lútandi. Í verkefninu læra börnin meðal annars um vistfræði, verndun dýra, gróðursetningu, tré, kryddplöntur, vatn og endurvinnslu, svo eitthvað sé nefnt.
Með því að smella á þennan tengil opnast myndband Rannís á YouTube
Tengdar fréttir
Tveir leikskólar í Reykjanesbæ fá gæðamerki eTwinning
Heilsuleikskólinn Skógarás með erindi á grískri menntakviku