Áætlað er að hefja slátt 22. Maí.
Að undangengnu útboði um sláttur í Reykjanesbæ náðust samningar við garðyrkjufyrirtækið Garðlist um sláttur á opnum svæðum, stofnanalóðum og skrúðgörðum bæjarins.
Hægt er að nálgast upplýsingar um svæðaskiptingu á map.is/reykjanesbaer undir dálknum Grassláttur. Áætlað er að hefja slátt 22. maí.
Búið er að yfirfara kortin vel og vandlega, bæta inn og taka út eftir þörfum.
Slátturvélmenni verða áfram á Bakkalág, túninu við Hafnargötu, en notkun þeirra draga saman kolefnisfótsporspor og er vistvænna þar sem ekki þarf að hirða upp og keyra í burtu hinu slegna grasi í sama mæli og á öðrum svæðum. Aðeins þarf að snyrta jaðrana þar sem vélmennin komast ekki að.
Einnig biðjum við alla íbúa sem eiga t.d. tjaldvagna, stæður af timbri eða annað á opnum svæðum að fjarlægja það sem fyrst svo sláttur geti átt sér stað.
Ef íbúar vilja koma á framfæri athugasemdum um slátt skal senda tölvupóst á slattur@reykjanesbaer.is