Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna kemur skýrt fram að börn eiga rétt á að tjá skoðanir sínar á ýmsum málefnum sem snerta þeirra líf. Nú þegar börnin eru að upplifa krísutíma vegna kórónuveirufaraldursins er mikilvægt að staldra aðeins við og spyrja börnin hvaða áhrif breytingarnar af hans völdum hafa haft á þeirra líf. UNICEF á Íslandi óskar eftir þátttöku barna til að taka þátt í nýrri spurningakönnun nýrri spurningakönnun þar sem þeim gefst kostur á að svara spurningum um kórónaveiruna, líðan sína og skoðanir. Um er að ræða könnun sem byggir á verkefni barnasálfræðinga frá Noregi og Bretlandi. Könnunin er unnin í samstarfi við landsnefnd UNICEF í Noregi og á Íslandi. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða yngri börn til að svara könnuninni en mikilvægt er að börn á öllum aldri taki þátt í könnuninni.
Velferðarsvið Reykjanesbæjar hvetur foreldra og börn til að taka þátt í könnuninni en niðurstöður hennar verða notaðar til að vekja athygli á skoðunum barna og líðan þeirra á tímum kórónuveirunnar. Jafnframt geta niðurstöðurnar haft áhrif á hvernig við sem samfélag tökumst á við afleiðingar veirunnar. Könnunin inniheldur 16 spurningar um líf og líðan barns. Foreldrar hvetjum börnin okkar til að svara könnuninni og notum um leið tækifærið til að ræða við þau um líðan þeirra varðandi kórónuveiruna.
Smella hér til að taka þátt í könnuninni