Í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ. Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja til að setja sér fjölskyldustefnu. Í ár verða slíkar viðurkenningar veittar í tíunda sinn en þegar hafa fjölmörg fyriræki hlotið nafnbótina " fjölskylduvænt fyrirtæki".
Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Rökstuðningur starfsmanna og fjölskyldustefna fyrirtækisins þarf að fylgja með tilnefningunni.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð fer yfir tilnefningar og viðurkenningar verða veittar á degi um málefni fjölskyldunnar sem haldinn verður þann 25. febrúar 2012.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 8. febrúar til Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, merktar FJÖLSKYLDUVÆNT FYRIRTÆKI. Einnig má senda tilnefningar með netpósti á netfangið fjolskylda@reykjanesbaer.is