Starfar þú hjá fjölskylduvænu fyrirtæki?

Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Viðurkenningar verða veittar á degi um málefni fjölskyldunnar sem haldinn verður þann 12.mars nk. en tilnefningar þurfa að berast fyrir 14. febrúar.  Þetta er í þrettánda sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og hafa fjölmörg fyrirtæki þegar hlotið nafnbótina "fjölskylduvænt fyrirtæki/stofnun".

Í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til  fjölskylduvænna fyrirtæka í Reykjanesbæ.  Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja  til að setja sér fjölskyldustefnu.

Rökstuðningur og/eða  fjölskyldustefna fyrirtækisins þarf að fylgja tilnefningunni.  Sé fyrirtækið sem þú vinnur hjá fjölskylduvænt, en ekki með formlega fjölskyldustefnu, er tekið við tilnefningu með rökstuðningi og í framhaldinu boðin aðstoð við gerð fjölskyldustefnu.

Tilnefningar sendist til Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, merkt FJÖLSKYLDUVÆN FYRIRTÆKI fyrir 14. febrúar nk. Einnig  má senda tilnefningar með netpósti á netfangið fjolskyldan@reykjanesbaer.is.