Stóri plokkdagurinn er 30. apríl

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Við hvetjum  íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Reykjanesbæ til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Oft safnast saman rusl hingað og þangað á kaldasta tímanum, jafnvel falið í snjó sem gott er að koma í ruslið.

Fyrirtæki og félagasamtök geta tekið sig saman um ákveðin svæði og fengið aðstoð frá okkur í Umhverfismiðstöðinni við að fjarlægja það sem safnast saman. Hafið samband á netfangið umhverfismidstod@reykjanesbaer.is fyrir nánari útfærslu og skipulag.

Auðvitað er alltaf líka hægt að sinna umhverfinu með öðrum hætti og vil ég nota tækifærið og hrósa starfsfólki Marriott sem hreinsaði í kringum hótelið á dögunum í samvinnu við Tomma í Bláa hernum.

Tökum höndum saman 30. apríl og munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.

Vorkveðja
Berglind Ásgeirsdóttir,
Umhverfisstjóri Reykjanesbæjar.