Markmiðið með Stóra plokkdeginum er m.a. að koma böndum á ruslið sem fýkur um svæði og koma því í endurvinnslustöðvar eða sorpstöðvar.
Reykjanesbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum á Íslandi, sem haldinn er af hópnum Plokk á Íslandi. Við hvetjum einstaklinga til þess að taka þátt og mæta við Fitjar á þeim tímum sem plokkarar verða ræstir út. Það verður gert kl. 10:00, 12:00 og 14:00 eftir að ílátum hefur verið útdeilt. Plokkað er í tvær klukkustundir á svæðum í bæjarfélaginu sem þarf að hreinsa. Forsvarsmenn fyrirtækja eru ekki síður hvattir til að huga að umhverfi sinna fyrirtækja.
Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi og síðast en ekki síst við strendur landsins.
Þeir sem eru duglegir á samfélagsmiðlum geta nýtt sér myllumerkin #plokk19 #plokkaislandi, #plokking og/eða #hreinsumisland
Með því að smella á þennan tengil opnast Facebook síða viðburðarins
Með því að smella á þennan tengil opnast Facebook síða hópsins Plokk á Íslandi