Taktu þátt í mótun frístundastefnu Reykjanesbæjar!

Nú stendur yfir vinna við mótun frístundastefnu Reykjanesbæjar. Stefnan á að vera leiðarljós í málefnum frítímans til framtíðar fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk Reykjanesbæjar. Við viljum að stefnan endurspegli raunverulegar þarfir allra íbúa á öllum aldri svo að við getum tekið góðar ákvarðanir sem nýtist fólki vel til framtíðar.

Þú getur lagt þitt af mörkum með því að svara laufléttri könnun um þínar tómstundavenjur og hvað stendur þér og þínum til boða í Reykjanesbæ.

Farðu inn á https://www.surveymonkey.com/r/fristundrnb til þess að leggja þitt af mörkum.

Það er mikilvægt að öll hafi kost á því að nýta frístundirnar sínar á uppbyggilegan hátt. Rannsóknir sýna að það að nýta frítímann sinn á uppbyggilegan hátt er mikilvæg aðgerð í átt að betri vellíðan og auknum lífsgæðum.

Við viljum að okkar íbúar líði vel og búi við góð lífsgæði og því viljum við gera okkar besta til þess að öll hafi tækifæri til þess að nýta sinn frítima vel. Til þess þurfum við ykkar aðstoð!