Krissi lögga fræðir unga bæjarbúa.
Vikuna 30.september - 6. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ .
Þetta er í sjötta skiptið sem heilsu og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Markmiðið með heilsu-og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar.
Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bænum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna, Markmiðið er að heilsu-og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.
Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta-og tómstundafélög í Reykjanesbæ sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.
Ætlunin er að útbúa viðburðadagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða í gangi í heilsu-og forvarnarvikunni og verða ýmsar leiðir nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 898-1394 eða á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer.is , skil til að vera með dagskrá í viðburðadagatali er 20. september nk.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar