Það voru þær Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri gæðamála, Ásdís Ragna Einarsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála, Ásta Kristín Guðmundsdóttir teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks, Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri Velferðarnets – Sterkrar framlínu, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðamaður bæjarstjóra, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu sem allar eru félagskonur í FKA.
Atvinnurekandadeild Félags kvenna í atvinnulífinu (AFKA) fór í sína árlegu vorferð á dögunum og var áfangastaðurinn Suðurnesin þetta árið.
Dagskráin var þétt sem náði yfir tvo daga og gisti hópurinn á Hótel Keflavík. Viðburðurinn er hugsaður sem tengslamyndun og vettvangur til að styðja við kvenleiðtoga í að sækja fram og auka þátttöku og sýnileika í atvinnulífinu.
Farið var í heimsóknir í fjölmörg fyrirtæki á Suðurnesjum, m.a. í Grindavík og Reykjanesbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á starfsemi þeirra. Nokkrir stjórnendur og sérfræðingar hjá sveitarfélaginu Reykjanesbæ tóku á móti hópnum í bíó sal Duus húsa í lok dags á laugardeginum og kynntu sín störf og helstu verkefni.
Reykjanesbær þakkar AFKA konum kærlega fyrir heimsóknina.
Þau fyrirtæki sem hópurinn heimsótti eru:
Paloma, Vigt, Bryggjan, VP Verkstæði, Benchmark Genetics, Torfæru og Rallycross útgerðin, Orkustöðin, HS veitur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum MSS, Trendport, Reykjanesbær (Duus hús), Hótel Keflavík og KEF restaurant