Álfakóngur og álfadrottning.
Þrettándagleði og álfabrenna
Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin 6. janúar.
Dagskrá hefst kl.18.00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu 8. Brenna er staðsett við Ægisgötu.
Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó í boði Reykjanesbæjar.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur og tröllastelpan Fjóla, Skátarnir, Björgunarsveitin Suðurnes og Léttsveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni.
Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Bílastæði eru við Ægisgötu og Tjarnargötu 12.