Nú er komið hið árlega vefrit Sumar í Reykjanesbæ 2013, þar sem tíunduð eru margvísleg afþreyingar- og fræðslunámskeið fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ. Má þar nefna hið hefðbundna sundnámskeið, golf hjá GS, smíðavellir, reiðskóla Mána, dans, list- og söngnámskeið, Sumarfjör Fjörheima og sumarlestur Bókasafnsins. Fimleikadeildin verður með námskeið sem hún nefnir Fimleikar og fjör og knattspyrnudeild Keflavíkur verður með knattspyrnuskóla fyrir 4-6 ára. Svo er KFUM og K með leikjanámskeið fyrir 6-9 ára. UMFN verður með Sport- og ævintýraskóla líkt og undanfarin ár. Í vefritinu er að finna upplýsingar um Vinnuskólann og ný kort af gönguleiðum bæjarins o.fl. Að auki er nú boðið upp á í fyrsta sinn tölvuleikjaforritun fyrir börn og unglinga á aldursbilinu 7-16 ára.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar þakkar félögum, klúbbum og einstaklingum fyrir að senda inn greinargóðar upplýsingar og myndir og hvetur foreldra og forráðamenn að kynna sér vel efni ritsins og finna námskeið við hæfi hvers og eins. Gjaldi er stillt í hóf og mjög margir bjóða upp á systkinaafslátt, sem er virðingarvert.