Vegna úrskurðar Hæstaréttar að eignarnám sem Landsnet gerði á landi á Reykjanesi með heimild iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá febrúar 2014, vegna Suðurnesjalínu 2 væri ólögmætt hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ekki trú á öðru en að Landsnet muni leysa þetta mál innan þeirra tímaramma sem þarf til þess að uppfylla þá orkusamninga sem gerðir hafa verið vegna afhendingar á raforku til Suðurnesja.
Engar upplýsingar hafa borist frá Landsneti um tafir á raforkusamningum. Raforka til 1. áfanga United Silcon hefur verið tryggð en næsti áfangi er áætlaður árið 2019. Þá er áætlað að Thorsil hefji framkvæmdir árið 2018.