Fjögur uppeldisnámskeið fyrir foreldra verða haldin nú á vorönn af sérfræðiþjónustu fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Námskeiðin eru fjölbreytt og fyrir ólíka markhópa en hafa öll að markmiði að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Námskeiðin eru; Klókir litlir krakkar, Námskeið um uppeldi barna með ADHD og Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar (boðið uppá tvö námskeið á vorönn).
Klókir litlir krakkar
Námskeiðið hefst 24. febrúar og verður alla miðvikudaga kl. 19:30 til 21:30 í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1 til 13. apríl (ekkert námskeið 23. mars og 6. apríl). Námskeiðið er opið fyrir alla foreldra barna á aldrinum 3 til 6 ára sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Leiðbeinendur eru Einar Trausti Einarsson og Bettý Ragnarsdóttir sálfræðingar. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir pör, 8.000 kr. fyrir einstakling, námskeiðsgöng innifalin. Skráning er í Þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421-6700 eða með tölvupósti á netfangið thjonustver@reykjanesbaer.is.
Námskeið um uppeldi barna með ADHD
Námskeiðið hefst 15. mars og verður alla þriðjudaga kl. 19:30 til 21:30 í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1 til 26. apríl (ekkert námskeið 19. apríl). Námskeiðið er ætlað foreldrum barna sem eru greind með ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) og barna þar sem skimun eða frumgreining hefur sýnt hamlandi ADHD einkenni. Sálfræðingar hjá sérfræðiþjónustu við skóla sjá um skráningu á námskeiðið. Leiðbeinendur eru Einar Trausti Einarsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir sálfræðingar og kostar námskeiðið 10.000 fyrir pör, 8.000 fyrir einstakling, námskeiðsgögn innifalin.
Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar
Boðið verður upp á tvö námskeið, það fyrra verður frá 24. febrúar til 16. mars og það seinna frá 22. mars til 12. apríl. Bæði námskeiðin fara fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1 á miðvikudögum kl. 17:00 til 19:00 og eru opin fyrir foreldra barna á aldrinum 0 til 6 ára. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 0-6 ára, með áherslu á að kenna barninu færni sem líkleg er að nýtast því til frambúðar. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika. Leiðbeinandi á fyrra námskeiðinu er Guðný Reynisdóttir skólaráðgjafi en Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir kennsluráðgjafi á því seinna. Námskeiðsgjald er 8.000 krónur, námskeiðsgögn innifalin. Skráning er í Þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421-6700 eða með tölvupósti á netfangið thjonustver@reykjanesbaer.is.