Útboð gervigrasvöllur

íþróttasvæðið
íþróttasvæðið

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „Gervigrasvöllur – Jarðvinna og lagnir“ Um er að ræða gerð gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar við Afreksbraut. 

Verkið er fólgið í uppúrtekt, fyllingum, jarðvinnu vegna lagna, lagningu dren-, hita- og sprinklerlagna sem og lagningu ídráttarröra. Helstu magntölur eru  uppúrtekt um 17.500 m3, fyllingar um 8.700 m3, jöfnunarlög 19.400 m2, frárennslislagnir 1.510 m, hitalagnir 39.700 m, ídráttarrör 3.475 m .

Verki skal lokið eigi síðar en 30. september 2020.

Útboðsgögn eru ókeypis og verða afhent rafrænt ef sendur er tölvupóstur á kristinn.th.jakobsson@reykjanesbaer.is frá og með föstudeginum 8. maí 2020. Tilboðum skal skila rafrænt eigi síðar en  26.maí kl: 13:00 og verða þau opnuð kl: 13:01, 26. maí 2020. Þar sem skil eru rafræn verður ekki um formlega opnun að ræða.