20282 – Útleiga á sjúkraþjálfunarrýmum í Reykjanesbæ
Ríkiskaup fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar eftir tilboðum í fullbúið sjúkraþjálfunarrými með 5 starfsstöðvum. Húsnæðið er staðsett að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ, og er heildarhúsnæði stöðvarinnar u.þ.b. 232,1 m² að stærð. Leigutaki skal hafa öll tilskilin réttindi og leyfi til að starfrækja sjúkraþjálfun. Leigutími er frá 1. júlí 2016 og til og með 30. júní 2019 með möguleika 2x1 árs framlengingu. Leigutaki skal skila inn tilboði á einni kennitölu og skal vera í skilum með öll lögboðin gjöld. Einnig skal lögð fram trygging sem samsvarar þriggja mánaða leigu. Móttaka er í húsinu og er hún samnýtt með annarri starfsemi þess.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja tilboðinu:
1. Leiguverð með VSK fyrir mánuð. Sjá nánar í húslýsingu hvað er innifalið í leiguverði.
2. Trygging fyrir þriggja mánaða leigu, t.d. yfirlýsing viðskiptabanka
3. Staða lögboðinna gjalda hjá öllum aðilum sem tengjast viðkomandi leigutilboði miðað við 1. mars 2016.
4. Afrit af vottorði um löggildingu þeirra sjúkraþjálfara sem munu starfa í aðstöðunni.
Nánari upplýsingar um húsnæðið og aðstöðuna eru aðgengilegar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tekið skal fram að hér er ekki um útboð að ræða, heldur húsnæði til leigu með öllum nauðsynlegum tækjabúnaði. Því verður ekki haldinn opnunarfundur og engar upplýsingar birtar úr þeim svörum sem berast.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Húsnæðið er til sýnis í samráði við Ásu Eyjólfsdóttur í síma 420 3400 á skrifstofutíma.
Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 20282 skulu sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út miðvikudaginn 12. apríl 2016, en svarfrestur er til og með föstudagsins 15. apríl.
Áhugasamir skulu skila inn tilboðum sínum að leiguverði og upplýsingum um tilboðsgjafa í lokuðu umslagi í afgreiðslu Ríkiskaupa fyrir klukkan 12:00, þriðjudaginn 19. apríl 2016, merkt: 20282 – Útleiga á sjúkraþjálfunarrýmum í Reykjanesbæ.