Sumar í Reykjanesbæ er heiti á vefriti sem Reykjanesbær gefur út árlega að vori til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum að finna þá afþreyingu sem stendur börnum og unglingum í Reykjanesbæ til boða yfir sumarmánuðina. Vefritið ársins 2016 hefur nú litið dagsins ljós og verður aðgengilegt á heimasíðu Reykjanesbæjar í allt sumar.
„Í Reykjanesbæ eru starfandi fjölmargir klúbbar og félög sem bjóða góða, uppbygglega og fjölbreytta þjónustu. Þá eru fjölmörg svæði í Reykjanesbæ sem standa fjölskyldum opin fyrir hreyfingu og leik og gott aðgengi er að sundlaug, íþróttavöllum og hreystibraut. Sá góði árangur sem náðst hefur í íþróttum í Reykjanesbæ helgast af góðri aðstöðu og metnaðarfullu starfi iðkenda, foreldra og þjálfara,“ segir í inngangi bæjarstjóra, Kjartans Más Kjartanssonar.
Hér má skoða vefritið í heild.