Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Reykjanesbæjar voru veittar í Víkingaheimum fimmtudaginn 29. ágúst.
Heiðarhorn 4
Fékk viðurkenningu sem fallegur og vel snyrtur heimagarður.
Klettás 17
Garðurinn vekur athygli fyrir gott samspil náttúru og heimagarðs.
Svölutjörn 40
Fallegur og heimilislegur garður.
Efstaleiti 30
Stílhreinn og fallegur heimagarður þar sem áhersla á trjágróður fær að njóta sín.
Plastgerð Suðurnesja
Fyrirtækið fær viðurkenningu fyrir afar snyrtilegt umhverfi.
Hótel Keflavík
Viðurkenning fyrir vel heppnaða breytingu á útliti hússins og snyrtilegt umhverfi.
Magnea Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar afhenti viðurkenningarnar.
Hún sagði við þetta tækifæri að það væri frábært að sjá hversu mikinn metnað bæjarbúar leggðu í garða sína. „Þeir einstaklingar og fyrirtæki sem fá viðurkenningu hér í dag eru dæmi um metnað bæjarbúa í þessum efnum og eru jafnframt hvatning til okkar allra um að hugsa vel um okkar nánasta umhverfi.“